Skilmálar

Síðast uppfært: 07.10.2025

1. Almenn ákvæði

Með því að bóka tíma hjá Kotinu (1214 sf) samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

2. Greiðslur og bókanir

2.1. Bókanir í opna tíma fara fram í gegnum bókunarsíðu okkar, en hópatímar eru bókaðir með tölvupósti.

2.2. Öllum staðfestum bókunum fylgir staðfestingarpóstur.

2.3. Öll viðskipti eru greidd fyrirfram með greiðslukorti í gegnum greiðslugátt TEYA eða með millifærslu.

2.4. Afsláttarmiðar sem keyptir eru hjá KotiD Sauna fyrnast tveimur árum frá kaupdegi.

2.5. Öll gjöld eru í íslenskum krónum (ISK).

3. Afbókanir og endurgreiðslur

3.1. Ef afbókað er með a.m.k. 24 klst. fyrirvara áttu rétt á endurgreiðslu.

3.2. Afbókanir með skemmri fyrirvara eru ekki endurgreiddar nema tíminn fyllist aftur.

3.3. Kotið áskilur sér rétt til að fella niður tíma ef nauðsyn krefur; slíkir tímar verða endurgreiddir.

3.4. Endurgreiðslur fara fram með því að bæta við frítíma á viðskiptareikning viðkomandi, nema viðskiptavinur óski sérstaklega eftir endurgreiðslu á greiðslukort.

3.5. Ef tími var bókaður með afsláttarkorti er einungis endurgreitt með aukningu á tíma á viðskiptareikningi.

4. Ábyrgð og öryggi

4.1. Kotið (1214 sf) ber ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum sem kunna að verða á einstaklingum á meðan á tíma stendur.

4.2. Viðskiptavinir bera sjálfir ábyrgð á að fylgja öryggisleiðbeiningum og að hafa kynnt sér öryggismyndband Kotsins fyrir tímann. Eigin líðan og heilsa eru á ábyrgð hvers og eins.

4.3. Kotið ber ekki ábyrgð á persónulegum munum sem kunna að týnast eða gleymast í Kotinu, klúbbhúsinu eða búnings- og salernisaðstöðu. Viðskiptavinir bera sjálfir ábyrgð á eigum sínum.

5. Breytingar á skilmálum

Kotið áskilur sér rétt til að breyta skilmálum sínum hvenær sem er.

Uppfærðir skilmálar verða birtir á heimasíðu okkar: www.kotidsauna.is.

6. Lagaákvæði

Komist ekki að samkomulagi um ágreining sem kann að rísa vegna þessara skilmála skal leita til dómstóla á Íslandi, og skulu íslensk lög gilda.