Sauna background

Um okkur

Kotið er saunahús staðsett við Guðlaugina á Langasandi, Akranesi. Þar getur þú notið hlýjunnar, slakað á og náð einstakri tengingu við sjóinn og umhverfið.

Gusutímar Kotsins byggjast upp á þremur 15 mínútna lotum með pásum inn á milli. Hitinn fer stigmagnandi í hverri lotu og er notast við ilmkjarnaolíur, kryddjurtir og tónlist.

Í pásunum á milli er boðið upp á létta hressingu og geta gestir kælt sig í sjónum, í köldum potti eða leyft vindinum að leika við sig áður en farið er inn í hitann á ný.

Sauna stove with steam

Viðarhitun

Upplifðu hlýjuna frá hefðbundnum viðarofni. Hitinn, rakinn og lyktin frá hreinum viði gerir sauna-steminguna enn áþreifanlegri.

Náttúra

Hreinar ilmolíur og kryddjurtir, nálægðin við sjóinn og einstakt útsýni jarðtengja þig sem aldrei fyrr.

Heilsuávinningur

Hitinn í saununni örvar blóðrásina, slakar á vöðvum og dregur úr streitu og spennu í líkamanum en allt þetta getur stuðlað að betri og dýpri svefni. Auk þess hjálpar svitinn líkamanum að losa sig við eiturefni, hreinsar húðina og gerir hana mýkri og hreinni.

Tilbúin að slaka á og njóta?

Bóka