
Um okkur
Kotið er saunahús staðsett við Guðlaugina á Langasandi, Akranesi. Þar getur þú notið hlýjunnar, slakað á og náð einstakri tengingu við sjóinn og umhverfið.
Gusutímar Kotsins byggjast upp á þremur 15 mínútna lotum með pásum inn á milli. Hitinn fer stigmagnandi í hverri lotu og er notast við ilmkjarnaolíur, kryddjurtir og tónlist.
Í pásunum á milli er boðið upp á létta hressingu og geta gestir kælt sig í sjónum, í köldum potti eða leyft vindinum að leika við sig áður en farið er inn í hitann á ný.

Viðarhitun
Upplifðu hlýjuna frá hefðbundnum viðarofni. Hitinn, rakinn og lyktin frá hreinum viði gerir sauna-steminguna enn áþreifanlegri.
Náttúra
Hreinar ilmolíur og kryddjurtir, nálægðin við sjóinn og einstakt útsýni jarðtengja þig sem aldrei fyrr.
Heilsuávinningur
Hitinn í saununni örvar blóðrásina, slakar á vöðvum og dregur úr streitu og spennu í líkamanum en allt þetta getur stuðlað að betri og dýpri svefni. Auk þess hjálpar svitinn líkamanum að losa sig við eiturefni, hreinsar húðina og gerir hana mýkri og hreinni.
